Two Wheels Travel

myndir frá fyrri ferðum

ferðalýsing

Í þessari 13 daga reiðhjólaferð er áherslan lögð á hið stórkostlega Mekong svæði Víetnam. Hjólað er um ævintýralegt landslag í gegnum þorp og sveitir, meðfram Mekong fljóti til og frá Ho Chi Minh borg eða Saigon. Þetta er ferð sem enginn mun gleyma. Einblínt er á upplifun og návígi við heimafólk á þægilegum hraða sem hentar öllum.

Kynningarverð á mann í tvíbýli 545.000 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 55.000 kr.

Dagur 1: Ferðadagur
Dagur 2: Lent í Saigon og ekið á hótel. Dagur nýttur í skoðunarferð á eigin vegum um borgina og endar með sameiginlegum kvöldverð á hóteli/veitingastað.
Dagur 3: Hjólin stillt og gerð tilbúinn. Keyrt út úr borginni og í átt að sveitinni. Hjólað meðfram ökrum og sveitum. Endum á kayakferð á Mekong ánni. Lengd: 50 km.
Dagur 4: Hjólað í gegnum lítil þorp meðfram Mekong ánni sem gefur okkur einstaka sýn inn í daglegt líf heimamanna Lengd: 50-60 km.
Dagur 5: Hjólað á virkilega skemmtilegum slóða meðfram hrísgrjónaökrum, sveitum og þorpum. Heimsækjum grunnskóla og fáum innsýn inn í daglegt líf skólabarna á Mekong svæðinu. Gistum í Bac Liu eftir langan hjóladag. Lengd: 80 km.
Dagur 6: Langur en ævintýra skemmtilega dagur. Við hjólum meðfram litlum ám og heimsækjum fljótandi markað. Eftir hádegismat í er stefnan sett á Rach Gia þar sem við þurfum að taka ferju yfir Mekong ánna til að komast á leiðarenda. Lengd: 80 km.
Dagur 7: Hjólaleið dagsins er ekki af verri endanum. Litlir sveita slóðar gegnum hrísgrjónaakra og þorp. Við hækkum okkur örlítið og hjólum meðfram miklu ræktunarsvæði. Þar ber helst að nefna Chilli, Tapioca og myntu. Lengd 70-80 km.
Dagur 8: Eftir nætursvefn í Chau Doc er stefnan sett á Cao Lanh. Við hjólum framhjá mörgum musterum Búdda trúar og skoðum litlar eyjar.  Lengd 70 km.
Dagur 9: Hjólað frá Chao Lanh til stærstu borgar Víetnam í Mekong, Can Tho.Við tökum litla bakvegi í átt að borginni og munum sjá borgina frá sjaldgæfu sjónahorni. Um kvöldið er svo rölt meðfram höfninni og markaðurinn í Can Tho skoðaður. Lengd: 70 km.
Dagur 10: Hjólað eftir þröngum stígum til Ben Tre á árósum Mekong. Lengd: 50 km.
Dagur 11: Hjólað er um Can Tho  og nágrenni. Ekið til Saigon eftir hádegismat. Frjálst kvöld í miðborg Saigon. Lengd: 45 km.
Dagur 12: Frjáls dagur í Saigon. Sameiginlegur kvöldverður.
Dagur 13: Dagur í Saigon + heimferð um kvöldið.

*Birt með fyrirvara um breytingar

Viltu ítarlegri upplýsingar um ferðina? Sendu okkur tölvupóst

Allt innifalið

* Kostnaður við vegabréfsáritun og önnur persónuleg útgjöld eru ekki innifalin

myndband frá fyrri ferð

umsagnir

"Fór með Eiríki í hjólaferð um Kambódíu & Víetnam 2017. Þessi ferð var mesta ævintýri sem ég hef farið í. Það var ný upplifun á hverjum degi."
mynd af ulfari
Úlfar Guðmundsson

kort af leið ferðar

reiðhjólin

Reiðhjólin sem höfum til afnota í reiðhjólaferðinni eru ávallt nýleg fjallahjól sem henta vel í hverskyns aðstæður. Við munum hjóla um bæi og sveitir meðfram árósum Mekong þar sem undirlag skiptist á milli malbiks og malarvegs. Hjólin þurfa því að vera fær í flestan sjó hvort sem það er malbik, leirvegur eða það sem við myndum kalla kindastíg. Skynsamlegt er að taka með gelhlíf til að setja yfir hnakkinn þar sem slíkur búnaður eykur þægindi verulega. Skóbúnaður er valfrjáls, en hjólin koma ekki með búnaði fyrir hjólaskó. Einnig er valfrjálst að taka með sér sinn eigin hjálm, en þó er möguleiki á að fá góðan hjálm til afnota á meðan ferð stendur.

Almennar upplýsingar

Íslendingar geta sótt um E-visa á netinu sem er einfalt og skilvirkt ferli. Það tekur um 1-3 virka daga að fá vegabréfsáritun. Hafið það í huga að nauðsynlegt er að vegabréfið ykkar sé gilt lengur en 6 mánuði frá brottfaradegi.

Hér má sjá allar nauðsynlegar upplýsingar hvernig skal aðhafast.

Allur matur er innifalinn samkvæmt dagskrá. Matur í Víetnam er virkilega ljúffengur og hér gefst frábært tækifæri til að prufa nýjan og framandi mat. Nauðsynlegt er að vökva sig vel í reiðhjólaferðinni og því mun stuðningsbíllinn okkar ávallt vera með vatn, ávexti og orkudrykki innan handar.

Veðurfar í Suður – Víetnam  er þurrt og heitt frá Nóvember til Apríl, og blautt og heitt frá Maí til Október. Hafið þó í huga að þegar rigningatímabil stendur yfir er oftar en ekki heiðskýrt framan af degi, með tilheyrandi rigningardembu síðdegis sem stendur yfir í 1-2 klst. Mælt er með fyrir að taka með sólarvörn með 30-50 í SPF styrk.

Að auki íslensks farastjóra er ávallt innlendur leiðsögumaður með í för sem þekkir hvern krók og kima. Fylgdarbifreið er einnig  aldrei langt á undan þar sem ávallt er í boði að hvíla sig, geyma farangur eða sækja sér hressingu.

Senda fyrirspurn um ferð

Aðrar ferðir Two Wheels Travel

Mótorhjólaferð Víetnam

Mótorhjólaferð Indland

Sérsniðnar ferðir