Two Wheels Travel

myndir frá fyrri ferðum

ferðalýsing

Víetnam er einstakt land með áhugaverða sögu og enn áhugaverðari menningu. Í  þessari 11 daga mótorhjólaferð er hjólað í gegnum sveitaþorp, hrísgrjónaakra, fjöll og firnindi Norður-Víetnam. Krefjandi en þó um leið virkilega skemmtileg ferð sem hentar reynslumiklum mótorhjólaköppum sem og byrjendum.  Áhersla er á upplifun og ævintýri í þessari einstöku mótorhjólaferð þar sem mótorhjólin okkar eru kjörin ferðamáti á þessum slóðum sem gerir ferðalöngum kleift á að kynnast heimafólki á einstakan hátt

Verð á mann í tvíbýli 619.000 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 47.000 kr.

Dagur 1: Ferðadagur. Flogið frá Íslandi til Hanoi, Víetnam.
Dagur 2: Lent i Hanoi og ekið á hótel. Kvöldið nýtt í skoðunarferð um borgina og endar með með sameiginlegum kvöldverð.
Dagur 3: Ekið norður upp í fjöll Víetnam. Ævintýralegur dagur sem endar í Phu Yen. 200 km.
Dagur 4: Áfram ekið um sveitir Norður Víetnam. “Dinasour Spike fjallgarðurinn og gistum í heimagistingu í. 160km.
Dagur 5: Ógleymanlegur dagur í gegnum lítil þorp með útsýni af hrísgrjónaökrum og dölum. Mikið offroad í boði. 180 km.
Dagur 6: Einn af hápunktum ferðarinnar. Hjólað í gegnum sveitir og þorp í átt að fjallaborginni Sapa. Magnaður dagur. 160 km.
Dagur 7: Frjálst um morguninn. Hjólað eftir hádegi ef vilji er fyrir hendi. Gist aftur í Sapa
Dagur 8: Hjólað í suð-austur í átt að Hanoi. Langur en skemmtilegur dagur. 230 km.
Dagur 9: Síðasti hjóladagurinn. Komið til Hanoi síðdegis.  100 km.
Dagur 10: Frjáls dagur í Hanoi
Dagur 11: Ferðadagur. Flogið frá Hanoi til Íslands.
Dagur 12: Lent heima á Íslandi.

*Birt með fyrirvara um breytingar

Viltu ítarlegri upplýsingar um ferðina? Sendu okkur tölvupóst

ALLT INNIFALIÐ

* Kostnaður við vegabréfsáritun og önnur persónuleg útgjöld eru ekki innifalin
* Fæði samkvæmt dagskrá

myndband frá fyrri ferð

umsagnir

"Ég fór í 10 daga ævintýra ferð til Víetnam með Eiríki sem fararstjóra. Frábær upplifun þar sem allt samkvæmt dagskrá stóðst. Gott skipulag og utanumhald. Mæli með honum og færi hiklaust með honum aftur"
Mynd af Einvardi
Einvarður Hallvarðson
"Eiríkur Viljar er frábær náungi og finnur afskaplega trausta samstarfsaðila erlendis. Fór með honum í 10 daga ferð um Víetnam. Ég hafði komið áður, en ferð á mótorhjólum opnaði alveg nýja sýn á landi og þjóð"
Mynd af Halldóri
Halldór Björnsson

kort af leið ferðar

mótorhjólin

Mótorhjólin sem við notum í mótorhjólaferðinni okkar í Víetnam eru Honda CRF250 dual sport hjól. Mótorhjólin eru öll nýleg og yfirfarinn fyrir hverja ferð.  Þetta eru 250cc dual sport hjól og skila rúmlega 23 hestöflum. Einstaklega lipur og skemmtileg mótorhjól sem eru kjörin fyrir ferðalag okkar um sveitir og fjöll Norður Víetnam. Við munum hjóla um borgir, bæi og sveitir og mótorhjólin okkar þurfa því að vera öflug á hvaða undirlagi sem er, hvort sem það er malbik, leirvegur eða stórgrýttur slóði milli þorpa og sveita. 

Mótorhjólin skoðuð og gerð klár í Hanoi, mótorhjólaferð 2017

almennar upplýsingar

Íslendingar geta sótt um E-visa á netinu sem er einfalt og skilvirkt ferli. Það tekur um 1-3 virka daga að fá vegabréfsáritun. Hafið það í huga að nauðsynlegt er að vegabréf ykkar sé gilt lengur en 6 mánuði frá brottfaradegi.

Hér má sjá allar nauðsynlegar upplýsingar hvernig skal aðhafast.

Allur matur er innifalinn samkvæmt dagskrá. Matur í  Víetnam er virkilega ljúffengur og hér gefst frábært tækifæri til að prufa nýjan og framandi mat. Nauðsynlegt er að vökva sig vel í mótorhjólaferðinni og því munum við taka reglulega drykkjar- og kaffipásur. Víetnam er þekkt fyrir sitt einstaka kaffi og munum við njóta góðs af þeim fjölmörgu kaffihúsum sem finna má í Norður-Víetnam

Veðurfar í Norður-Víetnam er milt og svalt frá Nóvember til Apríl með fáeinum rigningardögum, og heitt og rakt frá Maí til Október. Hafið þó í huga að þegar rigningatímabil stendur yfir er oftar en ekki heiðskýrt framan af degi, með tilheyrandi rigningardembu síðdegis sem stendur yfir í 1-2 klst. 

Að auki íslensks farastjóra er ávallt innlendur leiðsögumaður með í för sem þekkir hvern krók og kima. Í mótorhjólaferðinni er einnig viðgerðarmaður með í för sem sér um að hjólin sé klár hvern morgun áður en við leggjum af stað.

Senda fyrirspurn um ferð

Aðrar ferðir Two wheels travel

Reiðhjólaferð Kambódía & Víetnam

Mótorhjólaferð Indland

Sérsniðnar ferðir