Almennir skilmálar
Staðfestingargjald, 50.000 krónur, skal greitt við bókun á ferð. Staðfestingargjald er óendurkræft. Bókun á ferð er bindandi samningur á milli farþega og ferðaskrifstofu. Lokagreiðsla skal greiðast 6-8 vikum fyrir brottför. Verð kann að taka breytingum ef breytingar verða á ófyrirsjáanlegum ástæðum. Ekki má þó breyta umsömdu verði síðustu 20 daga áður en ferð hefst.
Ferðaskrifstofu er heimilt að fella niður ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg.
Ferð sem er afpöntuð meira en 90 dögum fyrir brottför er að fullu endurgreitt fyrir utan að ferðaskrifstofa heldur eftir staðfestingargjaldi.
Ferð sem er afpöntuð 71 – 89 dögum fyrir brottför: Ferðaskrifstofa heldur eftir 50% af verði ferðar.
Ef ferð er afpöntuð 70 dögum eða síðar fyrir brottför þá er engin endurgreiðsla.
Farþegar eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, forfalla-, slysa-/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum. Þá eru ferðatryggingar oft í boði fyrir handhafa kreditkorta.
Markmið Two Wheels Travel
Markmið TWT er að bjóða upp á einstakar ævintýraferðir á mótor- og reiðhjólum þar sem einblínt er á upplifunina sjálfa. Ferðirnar henta öllum, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Einblínt er á persónulega ráðgjöf og leiðsögn, frá skipulagningu til fararstjórnar. Allar ferðirnar eru búnar til og skipulagðar af Eiríki Kúld og eru unnar í samvinnu við innlenda aðila, sem allir eru þaulreyndir og viðurkenndir fagmenn. Með því að halda milliliðum í lágmarki, er unnt að halda verði lágu en innifalið í öllu verði er flug, gisting og fullt fæði alla ferðadaga.
Two Wheels Travel ferðaskrifstofa / TWT
Hafðu samband:
- eirikur@twt.is
- + 354 865 4980