Two Wheels Travel

Almennir skilmálar

Staðfestingargjald, 50.000 krónur, skal greitt við bókun á ferð. Staðfestingargjald er óendurkræft. Bókun á ferð er bindandi samningur á milli farþega og ferðaskrifstofu. Lokagreiðsla skal greiðast 6-8 vikum fyrir brottför. Verð kann að taka breytingum ef breytingar verða á ófyrirsjáanlegum ástæðum. Ekki má þó breyta umsömdu verði síðustu 20 daga áður en ferð hefst. 

Ferðaskrifstofu er heimilt að fella niður ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. 

Berist afbókun 3 vikum (21 degi)  fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af heildarverði bókunar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi.  Berist afbókun 14 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 65% af heildarupphæð bókunar.

Berist afbókun 7-13 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 75% af heildarupphæð bókunar. 

Berist afbókun aðeins 7 dögum fyrir brottför eða seinna er heildarupphæð bókunar óendurkræf.

Farþegar eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, forfalla-, slysa-/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum. Þá eru ferðatryggingar oft í boði fyrir handhafa kreditkorta. 

Markmið Two Wheels Travel

Markmið TWT er að bjóða upp á einstakar ævintýraferðir á mótor- og reiðhjólum þar sem einblínt er á upplifunina sjálfa. Ferðirnar henta öllum, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Einblínt er á persónulega ráðgjöf og leiðsögn, frá skipulagningu til fararstjórnar. Allar ferðirnar eru búnar til og skipulagðar af Eiríki Kúld og eru unnar í samvinnu við innlenda aðila, sem allir eru þaulreyndir og viðurkenndir fagmenn. Með því að halda milliliðum í lágmarki, er unnt að halda verði lágu en innifalið í öllu verði er flug, gisting og fullt fæði alla ferðadaga.

Two Wheels Travel ferðaskrifstofa / TWT

Hafðu samband:

0
Ferðir farnar
0
Ára reynsla
0
Ferðalangar