Two Wheels Travel

myndir

ferðalýsing

Two Wheels Travel kynnir með stolti ævintýraferð lífs þíns! Í þessari 14 daga reiðhjólaferð munum við fá innsýn í allt það besta sem Afríka hefur upp á að bjóða. Við hjólum um sveitir og þorp Tansaníu, upplifum stórfenglegt dýralíf i tveimur Safarí ferðum og verðum vitni af ógleymanlegu útsýni þar sem hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, gnæfir yfir flestum stundum. Allt þetta og svo miklu miklu meira í þessari einstöku reiðhjólaferð sem er sérhönnuð fyrir Two Wheels Travel.  Einblínt er á upplifun á þægilegum hraða sem hentar öllum. Þetta er ferð sem enginn mun gleyma!

* Hægt að fá rafmagnshjól gegn aukagjaldi

Verð á mann í tvíbýli 849.000 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 47.000 kr.

Dagur 1: Ferðadagur.
Dagur 2: Lent á Kilimanjaro flugvelli í Tansaníu og ekið á hótel í Moshi. Almenn afslöppun fram eftir degi og sameiginlegur kvöldmatur.
Dagur 3: Hjólin stillt og gerð tilbúinn. Léttur hjóladagur um Chagga þorpin við rætur Kilimanjaro fjalls. Lengd: 30 km.
Dagur 4: Hjólað frá Moshi meðfram Kilimanjaro fjalli í átt að Sanja. Lengd: 55-60 km.
Dagur 5: Ævintýradagur í gegnum þorp og landssvæði Maasai þjóðflokksins. Hér má sjá Sebrahesta, Gíraffa og Gazellur. Lengd: 30 km.
Dagur 6: Langur, en skemmtilegur dagur um Arusha þjóðgarðinn. Lengd 50 km.
Dagur 7: Við hjólum í gegnum litrík og hefðbundinn þorp frá Arusha að hinum margrómaða Tarangire þjóðgarði. Lengd: 50 – 60 km.
Dagur 8: Einn af hápunktum ferðarinnar, Safarí í Tarangire þjóðgarðinum.
Dagur 9: Eftir dásamlegan tíma í Tarangire setjum við stefnuna á Manyara vatn. Gistum í Migombani tjaldbúðum. Lengd: 50-60 km.
Dagur 10: Hjólað er frá Manyara vatni í átt að eitt af undrum veraldar, Ngorongoro gígnum. Lengd: 40 km.
Dagur 11: Safarí ferð um Ngorongoro gíginn og hið einstaka dýra- og fugla líf sem þar má finna og sjá.
Dagur 12: Eftir morgunmat höldum við aftur til Moshi. Sameiginlegur kvöldmatur í miðbæ Moshi.
Dagur 13: Frjálst fram eftir degi. Flogið heim til Íslands seinni partinn.
Dagur 14: Lent heima á Íslandi um miðjan dag.

*Birt með fyrirvara um breytingar

Viltu ítarlegri upplýsingar um ferðina? Sendu okkur tölvupóst

Allt innifalið

* Kostnaður við vegabréfsáritun og önnur persónuleg útgjöld eru ekki innifalin

umsagnir

"Fór í frábæra hjólaferð með Eiríki um Kambódíu og Víetnam í nóvember 2024. Vel skipulögð ferð og vel hugsað um okkur af Eiríki og hans teymi. Vilji fólk upplifa þessi lönd beint í æð þá er þetta leiðin, á reiðhjóli með TWT."
Þór Svendsen Björnsson

kort af leið ferðar

reiðhjólin

Reiðhjólin sem höfum til afnota í reiðhjólaferðinni eru ávallt nýleg fjallahjól sem henta vel í hverskyns aðstæður. Við munum hjóla um bæi og sveitir Tansaníu þar sem undirlag skiptist á milli malbiks og malarvegs. Hjólin þurfa því að vera fær í flestan sjó. Skynsamlegt er að taka með gelhlíf til að setja yfir hnakkinn þar sem slíkur búnaður eykur þægindi verulega. Það er mögulegt að fá rafmagnshjól einnig gegn aukagjaldi.

Almennar upplýsingar

Íslendingar geta sótt um E-visa á netinu sem er einfalt og skilvirkt ferli. Það tekur um 10 virka daga að fá vegabréfsáritun. Hafið það í huga að nauðsynlegt er að vegabréfið ykkar sé gilt lengur en 6 mánuði frá brottfaradegi.

Hér má sjá allar nauðsynlegar upplýsingar hvernig skal aðhafast.

Allur matur er innifalinn samkvæmt dagskrá. Matur í Tansaníu er virkilega ljúffengur og hér gefst frábært tækifæri til að prufa nýjan og framandi mat. Nauðsynlegt er að vökva sig vel í reiðhjólaferðinni og því mun stuðningsbíllinn okkar ávallt vera með vatn, ávexti og orkudrykki innan handar.

Veðurfar í Tansaníu er  þurrt og heitt í Janúar og Febrúar. Besti tíminn til að ganga Kilimanjaro og upplifa dýralífið í Safarí görðum Tansaníu er frá Júní til Október. Hlýtt og gott veður. Mælt er með fyrir að taka með sólarvörn með 30-50 í SPF styrk.

Að auki íslensks farastjóra er ávallt innlendur leiðsögumaður með í för sem þekkir hvern krók og kima. Fylgdarbifreið er einnig  aldrei langt á undan þar sem ávallt er í boði að hvíla sig, geyma farangur eða sækja sér hressingu.

Senda fyrirspurn um ferð

Aðrar ferðir Two Wheels Travel

Mótorhjólaferð Víetnam

Mótorhjólaferð Indland

Sérsniðnar ferðir