Two Wheels Travel

This is the heading

Lorem ipsum dolor sit amet consectetur adipiscing elit dolor

ferðalýsing

Karabíska hafið, gamlir klassískir bílar, mojító, kaffi, salsa og kúbverskir vindlar! Allt þetta og svo miklu miklu meira í þessari einstöku 14 daga reiðhjólaferð. Kúba hefur á síðustu árum verið að opna land sitt fyrir ferðamenn meira og ítarlegra og í samstarfi við frábært teymi heimafólks hefur Two Wheels Travel búið til einstakt tækifæri til að upplifa Kúbu líkt og fáir hafa gert með því að hjóla um Havana og nærliggjandi borgir, sveitir og þorp. Við gefum okkar góðan tíma á degi hverjum og fáum ómetanlega innsýn í líf heimafólks beint í æð á milli þess sem við njótum alls þess sem Kúba hefur upp á að bjóða. Þetta er ævintýraferð lífs þíns!

Kynningarverð á mann í tvíbýli 622.000 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 43.000 kr.

Dagur 1: Ferðadagur í gegnum París og áfram til Havana
Dagur 2: Lent í Havana og ekið á hótel. Dagur nýttur í skoðunarferð um borgina og endar með með sameiginlegum kvöldverð á hóteli/veitingastað.
Dagur 3: Hjólin stillt og gerð tilbúinn. Léttur hjóladagur meðfram sjávarsíðunni “Malecon” og miðbæ Havana. Lengd: 25 km.
Dagur 4: Kveðjum Havana og hjólum í átt að Pinar del Rio. Böðum okkar í nátturulaugum og gistum svo í fjöllum Sierra del Rosario. Lengd: 45-50 km.
Dagur 5: Hjólum í átt að San Diego de los Banos meðfram fallegum gömlum nýlendubæum. Lengd: 60 km.
Dagur 6: Æðislegur dagur í gegnum tóbakshéruð Kúbu. Gistum í einum fallegasta bæ Kúbu, Vinales. Lengd 40 km.
Dagur 7: Hjólum um Vinales dalinn fyrir hádegi. Eftir hádegi förum við til Santa Clara. Frjálst kvöld Lengd 35 km.
Dagur 8: Við byrjum daginn á Che safninu í Santa Clara. Eftir hádegi hjólum við í gegnum sykur plantekrur og endum frábæran dag í Trinidad. Tilvaldið að kíkja út á lífið eftir kvöldmat.  Lengd 50 km.
Dagur 9: Frjáls dagur í hinni fallegu borg, Trinidad.
Dagur 10: Langur en virkilega skemmtilegur dagur. Eftir hádegismat í grasagarði hjólum við til hinnar margrómuðu borgar, Cienfuegos, oft kölluð “The Pearl of the South Lengd: 70 km.
Dagur 11: Annar langur dagur. Frá Cienfuegos hjólum við til Playa larga í gegnum litla slóða milli þorpa og akra. Lengd: 70 km.
Dagur 12: Hjólum litla slóða milli þorpa og sveita meðfram sykur- og kaffi ökrum. Ekið til Havana eftir hádegismat. Sameiginlegur kvöldmatur og skálað eftir vel heppnaða hjólaferð um Kúbu! Lengd: 30 km.
Dagur 13: Frjáls dagur í Havana
Dagur 14: heimferð um kvöldið.

*Birt með fyrirvara um breytingar

Viltu ítarlegri upplýsingar um ferðina? Sendu okkur tölvupóst

Allt innifalið

* Kostnaður við vegabréfsáritun og önnur persónuleg útgjöld eru ekki innifalin

myndband frá fyrri ferðum twt

umsagnir

"Fór með Eiríki í hjólaferð um Kambódíu & Víetnam 2017. Þessi ferð var mesta ævintýri sem ég hef farið í. Það var ný upplifun á hverjum degi."
mynd af ulfari
Úlfar Guðmundsson
"Fór í magnaða 11 daga mótorhjólaferð um Norður Víetnam á vegum TWT. Ógleymanlegt ævintýri sem var vel skipulagt í alla staði af Eiríki og samstarfsfèlögum. Þetta var svo átakalaust, bara setjast á hjólið á morgnana og njóta alls þess besta sem Víetnam hefur upp á að bjóða! Èg er ótrúlega heilluð af landi og þjóð eftir þessa ferð, einstök gestrisni og vinsemd á öllum þeim stöðum sem við heimsóttum. TWT og Eiríkur Viljar fá 100% meðmæli frá mèr!"
Metta Ragnarsdóttir

kort af leið ferðar

reiðhjólin

Reiðhjólin sem höfum til afnota í reiðhjólaferðinni eru ávallt nýleg fjallahjól sem henta vel í hverskyns aðstæður. Við munum hjóla um bæi og sveitir Kúbu þar sem undirlag skiptist á milli malbiks og malarvegs. Hjólin þurfa því að vera fær í flestan sjó hvort sem það er malbik, leirvegur eða það sem við myndum kalla kindastíg. Skynsamlegt er að taka með gelhlíf til að setja yfir hnakkinn þar sem slíkur búnaður eykur þægindi verulega. Skóbúnaður er valfrjáls, en hjólin koma ekki með búnaði fyrir hjólaskó. Einnig er valfrjálst að taka með sér sinn eigin hjálm, en þó er möguleiki á að fá góðan hjálm til afnota á meðan ferð stendur.

Almennar upplýsingar

Íslendingar geta sótt um E-visa á netinu sem er einfalt og skilvirkt ferli. Það tekur um 1-3 virka daga að fá vegabréfsáritun. Hafið það í huga að nauðsynlegt er að vegabréfið ykkar sé gilt lengur en 6 mánuði frá brottfaradegi.

Hér má sjá allar nauðsynlegar upplýsingar hvernig skal aðhafast.

Allur matur er innifalinn samkvæmt dagskrá. Matur í Kúbu er frekar einfaldur þar sem viðskiptabann hefur verið á Kúbu í mörg ár. Hinsvegar er mikið ræktað á Kúbu og hér gefst frábært tækifæri til að prufa nýjan og framandi mat. Þá eru ávextir og kaffi sérstaklega gott. Nauðsynlegt er að vökva sig vel í reiðhjólaferðinni og því mun stuðningsbíllinn okkar ávallt vera með vatn, ávexti og orkudrykki innan handar.

Þar sem Kúba er í Karabíska hafinu er veðurfar hlýtt og gott. Frá nóvember – apríl er meira og minna þurrt og hlýtt.. Mælt er með fyrir að taka með sólarvörn með 30-50 í SPF styrk.

Að auki íslensks farastjóra er ávallt innlendur leiðsögumaður með í för sem þekkir hvern krók og kima. Fylgdarbifreið er einnig  aldrei langt á undan þar sem ávallt er í boði að hvíla sig, geyma farangur eða sækja sér hressingu.

Senda fyrirspurn um ferð

Aðrar ferðir Two Wheels Travel

Mótorhjólaferð Víetnam

Mótorhjólaferð Indland

Sérsniðnar ferðir