ferðalýsing
Tæknileg og krefjandi mótorhjólaferð um sanda og eyðimerkur Marokkó. Í þessari 10 daga ferð förum við frá hinni einstöku borg Marrakech í átt að Sahara eyðimörkinni þar sem við glímum við malarvegi, sand og krappar beygjur í Atlasfjöllum Marokkó. Áhersla er lögð á hágæða gistingu, utanvegaakstur og ævintýri í þessari einstöku mótorhjólaferð þar sem BMW GS mótorhjólin okkar eru kjörin ferðamáti um þessar slóðir.
Verð á mann í tvíbýli 589.000 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 65.000 kr.
Dagur 1: Ferðadagur. Flogið frá Íslandi til Delhi, Indlandi, í gegnum Helsinki
Dagur 2: Lent i Delhi og ekið á hótel. Dagur nýttur í skoðunarferð um borgina og endar með með sameiginlegum kvöldverð á hóteli/veitingastað.
Dagur 3: Flogið til Leh. Aðlögun í þunnu fjallaloftinu og hjólin prufuð.
Dagur 4: Dagsferð um Sham-dalinn á hjólunum. Snúið aftur til Leh síðdegis. 80 km.
Dagur 5: Allir vonandi búnir að aðlagast þunnu fjallaloftinu og tilbúnir í að hjóla um hina háu fjallavegi Himalaya. Gist við Pangong vatn. 160 km.
Dagur 6: Frá Pangong vatni hjólum við í átt að Nubra-dal þar sem Kameldýr og eyðimörk taka á móti okkur með stórbrotnu landslagi. 200 km.
Dagur 7: Nubra-dalur og nágrenni skoðað. 120 km.
Dagur 8: Hápunktur ferðarinnar er við hjólum upp Khardung La fjallaskarðið. Einn hæsti fjallvegur heims í 5300m hæð yfir sjávarmáli. 200 km.
Dagur 9: Eftir góðan nætursvefn í Leh kveðjum við Ladakh og fljúgum í stórborgina Delhi. Frjáls eftirmiðdagur.
Dagur 10: Indland yfirgefið að morgni. Flogið heim í gegnum Helsinki.
*Birt með fyrirvara um breytingar
Viltu ítarlegri upplýsingar um ferðina? Sendu okkur tölvupóst
Innifalið
- Gisting á 4/5 stjörnu hótelum
- Allur morgunmatur & kvöldmatur
- BMW mótorhjól
- Íslenskur farastjóri
- Innlendur leiðsögumaður & fylgdarbifreið
* Kostnaður við vegabréfsáritun, hádegismatur, eldsneyti og önnur persónuleg útgjöld eru ekki innifalin
myndband frá fyrri ferð
Umsagnir
Bmw GS Adventure
Mótorhjólin sem við notum í mótorhjólaferðinni okkar í Indlandi eru hin sígíldu Royal Enfield Bullet eða Classic 500cc hjól. Við notumst eingöngu við nýleg hjól í góðu ásigkomulagi. Þetta eru virkilega skemmtileg og lipur hjól sem eiga sér ríka og skemmtilega sögu en Royal Enfield mótorhjólin byggja á aldagömlum grunni. Þau eru upprunalega bresk mótorhjól sem eiga sér 128 ára sögu og hafa verið framleidd í núverandi mynd frá 1955 í Indlandi við góðan orðstír. Hjólin eru eins strokks með rúmlega 30 hestafla vél. Einföld, sígíld, traust með mikið notagildi og góða endingu eru lýsingarorð sem henta Royal Enfield hjólunum einkar vel. Því eru þau tilvalin fyrir mótorhjólaferðalag okkar um fjallahéruð Indlands.
Almennar upplýsingar
Íslendingar geta sótt um E-visa á netinu sem er einfalt og skilvirkt ferli. Það tekur um 1-3 virka daga að fá vegabréfsáritun. Hafið það í huga að nauðsynlegt er að vegabréf ykkar sé gilt lengur en 6 mánuði frá brottfaradegi.
Hér má sjá allar nauðsynlegar upplýsingar hvernig skal aðhafast.
Allur matur er innifalinn samkvæmt dagskrá. Matur í Indlandi er þekktur út um allan heim fyrir að vera bragðgóður. Í þessari ferð gefst frábært tækifæri til að prufa nýja og framandi. Nauðsynlegt er að vökva sig vel í mótorhjólaferðinni því hærra sem við förum og því mun stuðningsbíll okkar ávallt vera með vatn, ávexti og orkudrykki innan handar.
Veðurfar í fjallahéröðum Indlands er þurrt og hlýtt yfir sumartímann en fer kólnandi frá Október. Íslenskt sumarveður í bland við lækkandi lofthita því hærra sem farið er. Mælt er með fyrir að taka með sólarvörn með 30-50 í SPF styrk þar sem loft er þunnt og sólargeislar því einkar sterkir.
Að auki íslensks farastjóra er ávallt innlendur leiðsögumaður með í för sem þekkir hvern krók og kima. Fylgdarbifreið er einnig aldrei langt á undan þar sem ávallt er í boði að hvíla sig, geyma farangur eða sækja sér hressingu.