hvað er twt
Two Wheels Travel er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í persónulegum mótor- og reiðhjólaferðum á framandi slóðum. Stofnandi, eigandi og fararstjóri er Eiríkur Viljar H Kúld en Eiríkur hefur yfir sjö ára reynslu í að leiða íslenska ferðalanga um framandi slóðir Indlands, Kúbu, Kambódíu og Víetnam. Eiríkur er þaulvanur leiðsögumaður bæði erlendis og hér heima og á mörg ferðalög á mótorhjólum og reiðhjólum að baki. Hann hefur meðal annars ekið á mótorhjóli niður Víetam og Myanmar endilangt, farið Marokkó hluta París-Dakar rallýsins í Sahara eyðimörkinni, þrætt fjallvegi suður- Kína, hjólað alla austurströnd Taivans og þvert yfir Kúbu.
Markmið Two Wheels Travel
Markmið TWT er að bjóða upp á einstakar ævintýraferðir á mótor- og reiðhjólum þar sem einblínt er á upplifunina sjálfa. Ferðirnar henta öllum, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Einblínt er á persónulega ráðgjöf og leiðsögn, frá skipulagningu til fararstjórnar. Allar ferðirnar eru búnar til og skipulagðar af Eiríki Kúld og eru unnar í samvinnu við innlenda aðila, sem allir eru þaulreyndir og viðurkenndir fagmenn. Með því að halda milliliðum í lágmarki, er unnt að halda verði lágu en innifalið í öllu verði er flug, gisting og fullt fæði alla ferðadaga.
Two Wheels Travel ferðaskrifstofa / TWT
Hafðu samband:
- eirikur@twt.is
- + 354 865 4980
- Almennir skilmálar TWT