Mótorhjólaferð Kambódía Enduro
myndir frá fyrri ferð
ferðalýsing
Two Wheels Travel kynnir alvöru 14 daga Enduro ferð um sveitir og þorp Kambódíu. Við einblínum á frábærar leiðir, slóðir um einstök hof djúpt í frumskógum Kambódíu. Þessi ferð er algjörlega sérhönnuð frá A-Ö af Eiríki hjá Two Wheels Travel og teyminu okkar í Kambódíu. Það má búast við grjóti, klöppum, þéttum leirvegum og fullt af sandi. Um 90% af leiðinni okkar um Kambódíu er utanvegar. Eftir nokkra daga í Siem Reap höldum við í átt að höfuðborginni, Phnom Penh á gríðarlega skemmtilegum slóðum og leiðum. Þetta er krefjandi ferð og reynsla af utanvegar akstri er skilyrði. Áhersla er á upplifun og ævintýri í þessari einstöku enduroferð þar sem mótorhjólin okkar eru kjörin ferðamáti á þessum slóðum sem gerir okkur kleift á að kynnast heimafólki á einstakan hátt á sama tíma og við fáum innsýn í sögu, menningu og næturlíf Kambódíu í Siem Reap og Phnom Penh.
Verð á mann í tvíbýli 689.000 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 47.000 kr.
Dagur 1: Ferðadagur. Flogið frá Íslandi til Siem Reap, Kambódíu
Dagur 2: Lent i Siem Reap og ekið á hótel. Kvöldið nýtt í skoðunarferð um borgina og endar með með sameiginlegum kvöldverð.
Dagur 3: Enduro dagsferð að Kulen þjóðgarði.
Dagur 4: Rólegur dagur í Siem Reap. Angkor Wat hofin skoðuð í dagstúr frá Siem Reap.
Dagur 5: Við kveðjum Siem Reap og höldum í átt að Khos Khe á skemmtilegum slóðum.
Dagur 6: Frá Khos Khe hjólum við Preash Vieha
Dagur 7: Preash Vieha til Steung Treng
Dagur 8: Frídagur og afslöppun í Steung Treng. Sigling á Mekong fljótinu.
Dagur 9: Kveðjum Steng Treng og höldum í átt að Kratie
Dagur 10: Kratie til Kompong Cham
Dagur 11: Síðasti hjóladagurinn, höldum í áttina að Phnom Penh.
Dagur 12: Frjáls dagur í Phnom Penh. Mælt er með að skoða Killing Fields.
Dagur 13: Heimferð. Kveðjum Phnom Penh og fljúgum heim til Íslands.
Dagur 14. Lent heima á Íslandi.
*Birt með fyrirvara um breytingar
Viltu ítarlegri upplýsingar um ferðina? Sendu okkur tölvupóst
ALLT INNIFALIÐ
- Flug til og frá Íslandi
- Gisting
- Fullt fæði á ferðadögum*
- Íslenskur farastjóri
- Mótorhjól
- Innlendur leiðsögumaður
* Kostnaður við vegabréfsáritun og önnur persónuleg útgjöld eru ekki innifalin
* Fæði samkvæmt dagskrá
myndband frá fyrri ferð
umsagnir
mótorhjólin
Mótorhjólin sem við notum í enduro ferðinni í Kambódíu eru virkilega góð Yamaha WR250 dual sport hjól. Mótorhjólin eru yfirfarinn fyrir hverja ferð. Þetta eru 250cc dual sport hjól og skila rúmlega 30 hestöflum. Einstaklega lipur og skemmtileg mótorhjól sem eru kjörin fyrir ferðalag okkar um slóða Kambódíu. Við munum hjóla um borgir, bæi og sveitir og mótorhjólin okkar þurfa því að vera öflug á hvaða undirlagi sem er.
almennar upplýsingar
Íslendingar fá vegabréfsáritun við komuna í Kambódíu. Ekki þarf að sækja um vegabréfsáritun áður.
Allur matur er innifalinn samkvæmt dagskrá. Matur í Kambódíu er virkilega ljúffengur og hér gefst frábært tækifæri til að prufa nýjan og framandi mat. Nauðsynlegt er að vökva sig vel í mótorhjólaferðinni og því munum við taka reglulega drykkjar- og kaffipásur.
Veðurfar í Kambódíu er þurrt og heitt frá Nóvember til Apríl, og blautt og heitt frá Maí til Október. Hafið þó í huga að þegar rigningatímabil stendur yfir er oftar en ekki heiðskýrt framan af degi, með tilheyrandi rigningardembu síðdegis sem stendur yfir í 1-2 klst. Mælt er með fyrir að taka með sólarvörn með 30-50 í SPF styrk.
Að auki íslensks fararstjóra er ávallt innlendur leiðsögumaður með í för sem þekkir hvern krók og kima. Í mótorhjólaferðinni er einnig viðgerðarmaður með í för sem sér um að hjólin séu klár hvern morgun áður en við leggjum af stað og fylgdarbifreið sem sér um farangurinn okkar.